Tix.is

Um viðburðinn

Blikktromman er ný tónleikaröð í Hörpu sem leggur áherslu á að bjóða upp á tónleika með nokkrum fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar í gæðaumhverfi tónlistarhússins okkar við höfnina.

Blikktromman verður slegin fyrsta miðvikdagskvöld hvers mánaðar, veturinn 2015-2016. Boðið verður upp á fjölbreytta flóru sitjandi tónleika í Kaldalnónssal Hörpu þar sem tónleikagestir geta hlýtt á framúrskarandi listamenn koma fram í návígi þessa skemmtilega salar. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina. Ekkert vesen, bara gæði.