Tix.is

Um viðburðinn

Kammersveitin CAPUT flytur verk eftir íslensk, sænsk, dönsk og finnsk tónskáld á Norrænum músíkdögum.

CAPUT hefur talsverða sérstöðu í íslensku tónlistarlífi; var formlega stofnað árið 1988 og hefur frá upphafi sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar. Fjölmörg íslensk tónskáld hafa skrifað verk fyrir Caput og hópurinn flutt og hljóðritað mörg meistarastykki eldri tónskálda en einnig frumsmíðar yngstu tónhöfunda. CAPUT hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi Norðurlandanna og Evrópu, og er gjarnan talið meðal helstu flytjenda samtímatónlistar í Evrópu og hefur sem íslenskur hópur haft það að leiðarljósi að kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi. Hópurinn hefur tekið þátt í fjölda norrænna og alþjóðlegra samstarfsverkefna. Caput hefur hljóðritað tónlist fyrir mörg alþjóðleg útgáfufyrirtæki og má þar á meðal nefna; BIS, Naxos, Deutsche Grammophon og Sono Luminus.


Efnisskrá:

Ansgar Beste

(SE) - Newborn (2016-20)

Jenny Hettne

(SE) - A swarm came in from the dark (2014)

Loïc Destremau

(DK) - No Musical Equivalent (2019)

Gísli Magnússon

(IS) - Skuggaljós (2020)

Sami Klemola

(FI) - Skeleton Sky Elegy (2016)


Flytjendur:

CAPUT

Hljómsveitarstjóri:

Guðni Franzson

 

Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!

Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.