Tix.is

  • 15. okt. - kl. 17:00
Miðaverð:3.500 kr.
Um viðburðinn

Dúó Harpverk flytur dagskrá með verkum kventónskálda á Norðurlöndunum á Norrænum músíkdögum.

Dúó Harpverk er samstarf þeirra Katie Buckley, hörpuleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Frank Aarnink, slagverksleikara í sömu sveit. Þau hafa verið ötul í íslensku tónlistarlífi síðan dúóið var stofnað 2007 og frumflutt og pantað ótal verk, íslensk sem erlend með sérstaka áherslu á verk ungra tónskálda. Þau hafa einnig gefið út geisladiska með verkum þessara tónskálda. Þetta frumlega dúó flytur hér dagskrá sem er alfarið tileinkuð verkum eftir íslensk, sænsk og færeysk kventónskáld, þ.á.m. eftir hina ástsælu færeysku söngkonu og tónskáld Eivøru Pálsdóttur. Þrjú tónverk verða frumflutt á tónleikunum.


Efnisskrá:

Bára Gísladóttir

(IS) - Sérílenskt vögguljóð - frumflutningur

Tove Kättström (SE) - Stundom/Stundum - frumflutningur

Bára Sigurjónsdóttir (IS) - Rondo (2012)

Una Sveinbjarnardóttir

(IS) - Gátt (2017)

Eivør Pálsdóttir

(FO) - Blue Light (2014)

Ingibjörg Friðriksdóttir

(IS) - Nýtt verk - frumflutningur

 

Flytjendur:

Dúó Harpverk

Katie Buckley, harpa

Frank Aarnink, slagverk

 

Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!

Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.