Tix.is

Um viðburðinn

Kammersveit Reykjavíkur flytur verk eftir íslensk, sænsk, norsk og finnsk tónskáld á tónleikunum í Gamla bíói á Norrænum músíkdögum. Á tónleikunum verður frumfluttur trompetkonsert Gunnars Andreasar Kristinssonar með trompetleikaranum Jóhanni Nardeau.

Kammersveit Reykjavíkur hefur skipað mikilvægan sess í tónlistarlífi Íslands í áratugi. Sveitin kemur fram í misstórum hópum, allt frá 3 til 35 manns, en stærð hópsins ræðst af þörfum tónverkanna hverju sinni. Meðlimir Kammersveitarinnar eru virkir þátttakendur í tónlistarsenunni enda meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum öðrum hljómsveitum auk þess að stunda tónlistarkennslu. Kammersveitin hefur svo sannarlega auðgað íslenskt tónlistarlíf með því að leyfa áheyrendum að hlýða á fyrsta flokks flutning tónbókmennta frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar.


Kammersveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2004 fyrir upptökur sínar á Brandenburgarkonsertum Bachs, þar sem Jaap Schröder leiddi hljómsveitina. Hún var tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2015.

 

Efnisskrá:

Gunnar Andreas Kristinsson

(IS) - Konsert fyrir trompett og kammersveit (2022) -


frumflutningur

Kalle Hermanni Autio (FI) - Karl very tired and lower average ouverture (2018)


Martyna Kosecka

(NO/PL) - Ourobóros (2018/22)


Mansoor Hosseini

(SE/IR) - Pharmacy Suite (2017)


Þuríður Jónsdóttir

(IS) - The CV of a Butterfly (2019)

 

Flytjendur:

Kammersveit Reykjavíkur

 

Einleikari:

Jóhann Nardeau, trompet

Hljómsveitarstjóri:

Toby Thatcher


Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!

Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.