Tix.is

Um viðburðinn

Færeyski tónlistarhópurinn Aldubáran flytur verk eftir færeysk og norsk tónskáld á tónleikunum í Gamla bíói á Norrænum músíkdögum.

Aldubáran er leiðandi kammerhljómsveit í færeysku tónlistarlífi. Með fjölhæfri og óvenjulegri hljóðfæraskipan hefur hljómveitin boðið upp á mjög fjölbreytta flóru tónleika síðan árið 1995. Hún leikur allt frá Bach og Beethoven yfir í að starfa með helstu tónskáldum og söngvurum Færeyja og flytja splunkunýja tónlist í mismunandi tónlistarstílum. Hér kemur Aldubáran fram sem strengjakvartett. Um er að ræða einstakt tækifæri til að kynnast því sem er að gerast í færeysku tónlistarlífi núna.


Efnisskrá:

Kristian Blak

(FO) - Snart vippe vi over (2018)

Eli Tausen á Lava

(FO) - Growing Apart (2020)

Simona Eivinsdóttir (FO) - Tøgn-Òró-Ró

Cecilie Ore

(NO) - Non nunquam (1999)

Tróndur Bogason

(FO) - Disco

Kári Bæk

(FO) - Valsur einkinsins riddara

 

Flytjendur:

Aldubáran

(FO):

Sámal Petersen, fiðla

Jón Festirstein, fiðla

Angelika Hansen, víóla

Andreas Restorff, selló


Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!

Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.