Tix.is

Um viðburðinn

Á tónleikum Strokkvartettsins SIGGI á Norrænum músíkdögum flytur hópurinn verk eftir íslensk, sænsk og finnsk tónskáld.

Strokkvartettinn SIGGI hefur undanfarin ár skipað sér í röð fremstu tónlistarhópa landsins en hann hlaut verðlaun sem Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2019. Listamenn kvartettsins eru virkir sem einleikarar og kammerspilarar og leika í Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Efnisskrá klassíska strengjakvartettsins skipar veglegan sess á dagskrá kvartettsins sem og flutningur á íslenskri og erlendri samtímatónlist. Meðal fyrri verkefna má nefna upptökur á verkum Philip Glass fyrir Deutsche Grammophon með Víkingi Ólafssyni píanóleikara og verk Atla Heimis Sveinssonar. Debut-diskur kvartettsins South of the Circle kom út árið 2019 hjá Sono Luminus útgáfunni bandarísku og hefur hlotið frábærar viðtökur síðan.



Efnisskrá:

Fabian Svensson

(SE) - Nýtt verk - frumflutningur

Ingibjörg Skarphéðinsdóttir

(IS) - Klakabrennur II (2019)

Halldór Smárason

(IS) - Nýtt verk - frumflutningur

Anna Huuskonen

(FI) - Artificiel par nature (2018)

 

Kvartettinn skipa:

Una Sveinbjarnardóttir, fiðla

Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla

Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla

Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló

 

Gestir:

Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran

o.fl.

 

Við bjóðum ykkur innilega velkomin á Norræna músíkdaga 2022 á Íslandi. Hátíðin fer fram í Reykjavík og Kópavogi. Viðburðarík dagskrá býður upp á fjölbreytta tónleika á ýmsum stöðum og í opinberum rýmum. Samhliða hátíðardagskránni fer fram sýning á nýsköpun í hljóðfærasmíði í Ráðhúsi Reykjavíkur, málstofa um alþjóðleg áhrif í listum, skólatónleikar og vinnustofa fyrir ungt tónlistarblaðafólk. Verið með og deilið ástríðu okkar fyrir uppbyggingu á alþjóðlegu tónlistarsamfélagi!

Norrænir músíkdagar hafa verið haldnir síðan 1888 og er ein af elstu hátíðum fyrir samtíma klassíska tónlist í heiminum. Hátíðin er einstök á þann hátt að hún er skipulögð af tónskáldunum sjálfum. Hátíðin 2022 er skipulögð af Tónskáldafélagi Íslands.