Tix.is

Um viðburðinn

Það var í Hlaðvarpanum í kvosinni í þykkri snjókomu, þar sem Tapasbarinn er núna til húsa, þann 25 mars 1987 að Hljómsveitin Síðan Skein Sól hélt sína fyrstu tónleika. 

Síðan eru liðin mörg ár…. þannig að nú er kominn tími til að halda veislu í tilefni 35 ára afmæli sveitarinnar. 

Verður það gert með pomp og prakt í Háskólabíó 15.október 2022. 

Síðan Skein Sól byrjaði ferilinn með stífu tónleikahaldi í félagsmiðstöðvum, skólum og á tónleikastöðum borgarinnar, síðan fóru þeir í hringferð um landið í svokallaðan kassatúr 1989, þar sem þeir léku að mestu órafmagnað. 

Síðan tóku við ár með mikilli spilamennsku bæði á böllum og tónleikum og útgáfu mikils fjölda af lögum sem þjóðin hefur tekið ástfóstri við. 

Sólin er þekkt fyrir mikla stemmningu og á tíðum rokkaða framsetningu tónlistar sinnar en einnig mýkri og órafmagnaðri flutning. 

Það verður trompað upp með fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, auk þess munu margir af þeim sem komu við sögu á ferli hljómsveitarinnar taka þátt í hátíðarhöldunum. Meðal annarra: 

Ingólfur Sigurðsson
Jakob Smári Magnússon
Eyjólfur Jóhannsson
Hrafn Thoroddsen
Stefán Már Magnússon
og Helgi Björnsson

Einnig munu góðir gestir kíkja við. 

Þetta er orðin stór fjölskylda af mannskap og lögum sem hafa ferðast með hljómsveitinni í þessi 35 ár: 

Blautar varir - Geta pabbar ekki grátið - Ég verð að fá að skjóta þig - Halló ég elska þig - Nóttin, hún er yndisleg - Ég stend á skýi - Svo marga daga - Síðan hittumst við aftur - Toppurinn – Háspenna – Nostalgía – Kartöflur – Klikkað – Leyndarmál – Dísa - Vertu þú sjálfur - Þú ert ekkert betri en ég – Einmana - Lof mér að lifa 

Til að nefna einhver, og svo fleiri og fleiri og fleiri……