Tix.is

Um viðburðinn

Bylting í stjórnun! 2022 – Í auga stormsins

Erum við komin í var? Erum við í logninu á undan storminum? Eða erum við mögulega alltaf í auga stormsins? Svörum við þessum og svipuðum spurningum ætlum við að velta upp á ráðstefnunni og ekki þá síst hvaða aðferðir stjórnendur geta nýtt sér í síbreytilegu ytra og innra umhverfi fyrirtækja og stofnana. Við erum öll að koma út úr rúmlega tveggja ára krísu Covid faraldurs sem skapað hefur miklar áskornanir t.d. í virðiskeðjum og aðgengi að starfsfólki. Stríðið í Úkraínu og nú síðast vaxandi verðbólga eru dæmi gríðarlegar áskoranir fyrir hvers konar rekstur. Það getur síðan vel verið að eldgosið reddi þessu öllu saman og að þar með sannist endanlega hið forkveðna „þetta reddast“ en það eru sannarlega blikur á lofti sem við ætlum að setja í fókus á ráðstefnunni.

Dagskrá ráðstefnunnar
12:30-12:45 Setning ráðstefnunnar – Pétur Arason
12:45-13:30 Why does it feel like we’re flying blind? – Margaret Heffernan
13:30-14:15 Joy in the storm – Rich Sheridan
14:15-14:45 Nýsköpun í auga stormsins – Ragnheiður Magnúsdóttir
14:45-15:15 Kaffihlé
15:15-15:45 Bylting í Ríkiskaupum - hvað þarf til?– Björgvin Víkingsson
15:45-16:15 Emerging stronger from the storm – Rich Sheridan
16:15-16:45 The norm is less normal than crisis - Maragret Heffernan
16:45-17:15 Lokaávarp og Bylting í stjórnun! 2022 verðlaunin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Að ráðstefnunni lokinni verða léttar veitingar í boði.

Miðaverð er 35.000kr. hópar 5-10 manns fá 10% afslátt og hópar stærri en 10 manns fá 15% afslátt. Miða er hægt að kaupa á tix.is eða með því að senda pantanir/fyrirspurnir á info@manino.is

Athygli er vakin á því að laugardaginn 1. október verður farið í dagslangt ferðalag með Margaret Heffernan og Rich Sheridan þar sem stjórnendum gefst tækifæri á að spjall við þau og heyra meira um þeirra sýn á nútíma stjórnunaraðferðir. Farið verður um suðurlandið og náttúran notuð sem fyrirlestrarsalur og leið til að búa til öðruvísi tengingar en mögulegt er á hefðbundinni ráðstefnu. Áhugasamir geta haft samband á info@manino.is til að heyra meira um skipulag, verð o.s.frv.

Margaret Heffernan
Margaret er frumkvöðull og virtur fyrirlesari. Hún hefur skrifað fjölda bóka um nýstárlegar stjórnunaraðferðir eins og t.d. Uncharted, Wilful Blindness, Beyond Measure (the big impact of small changes) og A bigger prize (why no one wins unless everybody wins).

Rich Sheridan
Rich er stofnandi Menlo Innovations og höfundur bókanna Joy Inc. og Chief Joy Officer sem báðar hafa vakið mikla athylgi. Hann hefur skemmtilega og öðruvísi sýn á stjórnun en flestir og byggir hana á praktískum reynslusögum úr fyrirtækinu sínu.

Björgvin Víkingsson
Björgvin er forstjóri Ríkiskaupa og hefur verið að taka þá stofnun í áhugavert ferðlag síðust árin. Með sterka framtíðarsýn í forgrunni hefur vinnustaðurinn tekið miklum breytingum og stofnunin var ein sú fyrsta til að leggja niður stimpilklukkuna.

Ragnheiður Magnúsdóttir
Ragnheiður er reyndur leiðtogi og stjórnandi með mikla reynslu í nýsköpunar- og sprotaumhverfi atvinnulífsins. Hún hefur fyrst og fremst unnið að stafrænni umbreytingu og breytingastjórnun sem stjórnandi, ráðgjafi og mentor.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands heldur lokaávarp og afhendir Bylting í stjórnun! 2022 verðlaunin. Áslaug Arna tók við nýju ráðuneyti í upphafi árs og strax í upphafi velti hún upp spurningunni; Hvernig er ráðuneyti sem búið er til árið 2022? Nýstárlegar og jafnvel byltingarkenndar leiðir hafa verið farnar í breytingum á ráðuneytinu með nýrri nálgun og verklagi.