Tix.is

Um viðburðinn

Í síbreytilegum heimi er æ mikilvægara að ungt fólk þjálfi með sér leiðtogahæfileika til að standast áskoranir framtíðarinnar. Á þessari ráðstefnu fær ungt fólk verkfæri og fróðleik til að virkja sig sem leiðtoga. Markmiðið er að þið gangið út með eldmóð í brjósti og séuð reiðubúin að hafa áhrif.

Aðal fyrirlesarinn á ráðstefnunni verður Jay Johnsson. Hann er Tedx speaker, meðlimur í Forbes business council og hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofur í yfir 20 löndum í fjórum heimsálfum. Hann er alþjóðlega þekktur leiðbeinandi, fyrirlesari og fyrirtækjaráðgjafi sem sérhæfir sig í hegðun og frammistöðu. (Behavior and performance specialist)

Jay vinnur með fólki og fyrirtækjum í að styrkja og hvetja áfram teymi, auka tekjur og umbreyta leiðtogum í gegnum “hegðunar greind” eða “behavioral intelligence”.  

Sjá Tedx fyrirlesturinn hans hér

Fleiri reyndir fyrirlesarar stíga á stokk. Þar ber helst að nefna Viktor Ómarsson, sem er fyrirtækjaráðgjafi, framkvæmdastjóri, markþjálfi og félagi í JCI síðan 2010. Hann hefur gegnt ýmsum hlutverkum og er tilvonandi heimsforseti JCI hreyfingarinnar árið 2023. Viktor hefur ástríðu fyrir að leiðbeina og er þekktur fyrir að skilja fólk eftir með gæsahúð þegar það hefur setið námskeið hjá honum.


Innifalið fyrir ráðstefnugesti

  • Fyrirlestrar og örnámskeið

  • Hádegisverður

  • Tækifæri til að stækka tengslanetið

Verð: 9.900 kr.


Háskóla- og menntaskólanemar fá 2 fyrir 1.

Skráning fer fram: á tix.is


Nánari upplýsingar um viðburðinn, dagskrána og fleiri leiðbeinendur kemur fram á facebook viðburðinum okkar hér