Tix.is

Um viðburðinn

Hann er eins og vorið er safn tólf sönglaga eftir Þorvald Gylfason við kvæði tólf skálda og þau eru Guðmundur Böðvarsson, Hulda, Hannes Pétursson, Einar Ólafur Sveinsson, Bragi Sigurjónsson, Anna Akhmatova, Hannes Hafstein, Valtýr Guðmundsson, Þorsteinn Gíslason, Vilmundur Gylfason, Kristján Karlsson og Hallgrímur Helgason.

Lilja Guðmundsdóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó munu flytja lögin á tónleikum í Hörpu 3. september 2023. Tónsetjarinn mun flytja stuttar skýringar milli atriða. Kvikmyndafélagið Í einni sæng mun taka tónleikana upp fyrir sjónvarp.