Tix.is

Um viðburðinn

Trúðanótt er einstakur viðburður þar sem trúðar landsins mæta og spinna saman atriði sem aldrei hafa sést áður. Trúðatæknin er einstök leiklistartækni sem vinnur fyrst og fremst út frá einlægni, sannleika og mistökum. Mistökin umbreytast í stórfenglegar senur sem enginn getur séð fyrir, og þannig verður til sýning sem fangar áhorfandann á einstakan hátt.
Fyrirkomulag sýningarinnar er þannig að áhorfendum er velkomið að mæta kl 19:00 og vera til kl 23:00, en einnig verður opnað inn í salinn kl 20:00, 21:00 og 22:00. Á þessum tímum skiptast inn á og útaf trúðar, þannig að á hverjum klukkutíma er eitthvað nýtt að sjá.

Lýsing á leikhóp og þeim sem standa að spunasýningunni:
Spunahópurinn er samansettur af leikurum sem eiga það sameiginlegt að hafa farið í gegnum þjálfun í trúðatækni, ýmist hjá Rafael Bianciotto, Mario Gonzalez eða öðrum. Þeir eru báðir þekktir hérlendis sem leiklistarkennarar í þessari einstöku trúðatækni sem á uppruna sinn í franskri leiklistarhefð, en þróuð í núverandi mynd af Mario Gonzalez sjálfum. Rafael hefur komið til landsins reglulega og þjálfað leikara og aðra í þessari tækni og í hvert skipti er haldin uppskeruhátíð og kölluð Trúðanótt. Þetta er í fjórða skipti sem áhorfendum er boðið að koma og sjá afrakstur og hugmyndir hópsins
Spunameistarar kvöldsins verða að venju Rafael Bianciotto, og að þessu sinni mun Mario Gonzalez slást í för með honum í fyrsta sinn.