Tix.is

Um viðburðinn

Grínistinn og pistlahöfundurinn Stefán Ingvar Vigfússon hefur notið mikilla vinsælda undanfarið (og nokkurra óvinsælda reyndar.) Hann er meðlimur uppistandshópsins VHS sem hélt eina vinsælustu sýningu síðasta leikárs, VHS krefst virðingar. Hann mætir nú með glænýtt uppistand þar sem hann veltir fyrir sér lífinu, dauðanum, Hófí kærustunni sinni og þvottavélum.

„Ég hló mig máttlausa“ - María Ellingsen, leikkona

Sýningin var frumsýnd á Act alone í Súgandafirði þar sem hún sló gjörsamlega í gegn og þótti Stefáni því ærin ástæða til þess að flytja hana með sér suður og gefa Höfuðborgarbúum tækifæri til þess að mynda sér skoðun á henni.

Komið í happy hour á nýjum og glæsilegum bar Tjarnarbíós og hlægið ykkur máttlaus fyrir kvöldmat!