Tix.is

Um viðburðinn

Blásið er til útitónleika á föstudagskvöldi á Ljósanótt, 2.september. Tónleikarnir verða á opnu svæði milli Háholts og Lyngholts í Keflavík og er inngangur inn á svæðið frá Háholti, um göngustíg milli Háholts 15 og Háholts 17. 

Dagskráin samanstendur af flottum listamönnum. Herbert Guðmundsson flytur nokkra af sínum þekktustu slögurum. Hljómsveitin Midnight Librarian er átta manna sveit frá Reykjanesbæ sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og hinn frábæri Bjartmar Guðlaugsson ásamt Bergrisunum sem enginn verður svikinn af. 

Aðeins 500 miðar verða seldir á tónleikana svo það borgar sig að tryggja sér miða í tíma.