Tix.is

Um viðburðinn

HVORT VILTU HELDUR VERA KÓNGURINN EÐA FÍFLIÐ?

Það er vandasamt að hafa vald yfir öðru fólki. Þess vegna hafa allir konungar þurft á því að halda að einhver standi við hlið hásætisins og dragi þá sundur og saman í háði. Einhver þarf að gera völd konungsins hlægileg og minna hann á að þrátt fyrir allt er hann ófullkominn maður eins og við hin. Þetta er hlutverk hirðfíflsins. Og fíflinu leyfist að segja nánast hvað sem er í návist konungsins - svo framarlega sem það er fyndið.

Í sýningunni Fíflið kynnumst við hirðfíflum allra tíma og heimshluta og rýnum í samband fíflsins og valdsins. Eru það verstu harðstjórarnir sem ekki þola að skopast sé með þá? Er fíflinu bókstaflega ekkert heilagt? Getur fíflið haft raunveruleg áhrif á rás sögunnar og eru fíflið og kóngurinn ef til vill ein og sama persónan þegar allt kemur til alls?

Karl Ágúst Úlfsson hefur brugðið sér í allra kvikinda líki í íslensku menningarlífi og meðal annars gegnt hlutverki fíflsins við hirð þeirra sem stjórna samfélagi okkar. Í þessu verki setur hann eitt og annað í nýtt og óvænt samhengi, en þar kemur 40 ára reynsla hans sem samfélagsrýnir, höfundur og sviðslistamaður í góðar þarfir

ATH! Tímalengd frá upphafi til loka er u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund, með einu hléi um miðbik sýningarinnar.

HANDRIT: Karl Ágúst Úlfsson
LEIKSTJÓRN: Ágústa Skúladóttir
TÓNLIST: Eyvindur Karlsson
LEIKMYND OG BÚNINGAR: Guðrún Öyahals
LÝSING: Ólafur Ágúst Stefánsson
FLYTJENDUR: Karl Ágúst Úlfsson og Eyvindur Karlsson