Tix.is

Um viðburðinn

Þögnin er ný íslensk ópera eftir Helga Rafn Ingvarsson tónskáld og Árna Kristjánsson handritshöfund.

Þögnin byggir á raunverulegum atburðum. Þögnin fjallar um lokakafla ævinnar og hvað maður skilur eftir sig, hvort maður geri upp við drauga fortíðar eða þegi þar til yfir lýkur. Verkið fjallar um einmanaleika, einangrun og eitraða karlmennsku.

Aðalpersónan Hjálmar (Bjarni Thor Kristinsson bassi) er ekkill sem hefur á eldri árum flúið inn í þögnina. Við kynnumst Hjálmari þegar hann er á leið í jarðarför og erfidrykkju. Áróra, sú látna, skipar sérstakan sess í hjarta hans. Stutt ástarsamband þeirra fyrir hálfri öld ól honum barn sem hann gekkst ekki við. Þegar hann giftist Báru lofaði hann að eiga ekki samskipti við son sinn úr fyrra sambandi. Hjálmar óttast að ef hann mætir syni sínum Almari (Gissur Páll Gissurarson tenór) rífi það upp gömul sár, en þvert á móti er Almar staðráðinn í að rjúfa þögnina og bjóða honum inn í fjölskylduna. Bára (Elsa Waage contralto) og Áróra (Björk Níelsdóttir sópran) birtast Hjálmari sem minningar í uppgjöri hans við fortíðina og óvissu framtíðarinnar. Að segja skilið við þögnina gæti orðið Hjálmari ofviða.

Ath! 2. sýning verksins er hluti af dagskrá Menningarnætur í Reykjavík 2022. Líkt og með aðra viðburði Menningarnætur er frítt inn á þessa sýningu verksins. Samt sem áður þarf að bóka miða hér á tix.is til að tryggja sér sæti eða stæði

Helgi Rafn Ingvarsson, tónskáld og tónlistarstjóri
Árni Kristjánsson, handritshöfundur og leikstjóri

Söngvarar:
Bjarni Thor Kristinsson bassi
Gissur Páll Gissurarson tenór
Elsa Waage contralto
Björk Níelsdóttir sópran

Hljóðfæraleikarar:
Eiríkur Rafn Stefánsson trompet/flugelhorn
Matthildur Anna Gísladóttir píanó
Guðný Jónasdóttir selló

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóð, Listamannalaunum Sviðslistamanna, Reykjavíkurborg, Tónskáldasjóð RÚV og Menningarsjóð FÍH.

Lengd: uþb. 60 mínútur

Sýningin er á íslensku.