Tix.is

Um viðburðinn

Einn virtasti og eftirsóttasti sérfræðingur heims á sviði Mindful Leadership, Dr. Shauna Shapiro, fjallar um nýju víddina í stjórnendafræðum. Ásamt henni munu leiðandi íslenskir sérfræðingar á sviði Mindfulness og stjórnunar flytja erindi. Mindfulness miðar að aukinni vellíðan og persónulegri færni, og getu til að stýra hugsun og athygli í uppbyggilegan farveg.

Time Magazine kallaði Mindful Leadership byltingu í nýlegri forsíðufrétt og vísar þar til þeirrar vitundarvakningar sem nú á sér stað hjá öflugustu fyrirtækjum heims, svo sem Google, Nike, Apple, Harvard Business School o.fl. en öll eiga þau það sammerkt að hafa tekið Mindfulness í þjónustu sína.

Mindfulness er verkfærið sem leiðtogar framtíðarinnar þurfa til þess að ráða við sívaxandi áreiti, hraða og flækjustig. Mindfulness miðar að aukinni meðvitund og hæfni til að halda einbeitingu og skapa rými til forystu í flóknu og krefjandi starfsumhverfi nútímans.

Fyrirlesara:

Dr. Shauna Shapiro er prófessor við Santa Clara háskóla í Kaliforníu og heimsþekktur fræðimaður og ráðgjafi á sviði Mindful Leadership. Hún hefur ritað bækur og yfir 100 fræðigreinar um "The Art and Science of Mindfulness” og “Mindful discipline”. Dr. Shapiro hefur haldið fyrirlestra og leiðbeint víða um heim, m.a. Konungi Tælands, ríkisstjórn Danmerkur og “World Council for Psychotherapy” í Peking í Kína. Hún hefur jafnramt leiðbeint stjórnendum stórfyrirtækja í Bandaríkjunum eins og Cisco og um hana hefur verið fjallað í Wired, Usa Today og the American Psychologist.

Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson er viðskiptafræðingur og MBA. Hann er reyndur stjórnunarráðgjafi sem vinnur einkum með stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, jafnt einkarekinna sem opinberra, við að þróa þau áfram í samræmi við breytta tíma.

Ásdís Olsen (B.Ed. og MA) er viðurkenndur Mindfulness kennari og hefur sérhæft sig í Mindfulness fyrir stjórnendur og innleiðingu Mindfulness á vinnstaði. Ásdís er reyndur háskólakennari, fjölmiðlakona og ráðgjafi. Ásdís hefur einnig haldið fjölda námskeið og fyrirlestra um Mindfulness, hugarstjórn og jákvæða sálfræði.

Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson er verkfræðingur og einn helsti sérfræðingur landsins í verkefnastjórnun og ákvörðunarfræðum. Hann hefur verið brautryðjandi við að kynna til sögunnar aðferðir sem minnka sóun, auka sjálfbærni og auka samtímis hagnað og árangur fyrirtækja til lengri og skemmri tíma.

Nánari upplýsingar hjá Mindfulness miðstöðinni og DecideAct