Tix.is

Um viðburðinn

Grínistinn og gítarsnillingurinn Andri Ívars heldur sína fyrstu uppistandstónleika á LYST, í Lystigarðinum á Akureyri. Í bland við hefðbundið uppistand mun Andri gera hinum ýmsu stílum tónlistar góð skil með gítarinn að vopni

Andri Ívars var um árabil meðlimur dúettsins Föstudagslögin með Stefáni Jakobssyni söngvara þungarokkshljómsvetarinnar Dimmu en dúettinn flutti grín í bland við “akústískar” útsetningar af þekktum lögum. Auk þess hefur Andri komið fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi.