Rokk í Reykjavik hefur verið aflýst og miðahafar fengið upplýsingar í tölvupósti.
Stærri tónleikar á sama verði, einnig verður kynnt inn risastórt atriði um mánaðarmótin nóv/des
Það er okkur hjá Nordic Live Events mikið gleðiefni að geta tilkynnt með gríðarlegu stolti þennan einstaka viðburð í íslensku tónlistarlífi.
Við erum afar ánægð með að geta boðið upp á alla þessar risa hljómsveitir í rokkinu á saman á viðburðinum Auk risanna verða ung og efnileg bönd í dagskránni.
Ástæða þess að viðburður þessi er haldinn er einfaldlega metnaður Nordic Live að skapa frábæra rokkdagskrá með íslenskum listamönnum í umgjörð á heimsmælikvarða.
Aldrei áður hefur verið hægt að sjá þessi bönd saman í dagskrá á svona stórum vettvangi.
Nafnið á viðburðinum er fengið úr hinni goðsagnakenndu heimildarmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar og er það fengið með góðfúslegu leyfi leikstjórans sjálfs.
Okkur finnst nafnið afar viðeigandi því mynd Friðriks grípur allan kraftinn sem einkenndi og einkennir íslenska rokksenuna.
Nafnið Rokk í Reykjavik á jafnmikið erindi í dag og í árdaga pönksins.
Öll umgjörð tónleikana verður með allra besta móti sem gerist hér á landi til að skapa einstaka upplifun tónleikagesta.
FRAM KOMA
SKÁLMÖLD
DIMMA
SÓLSTAFIR
DR. SPOCK
RAGGA GÍSLA
ENSÍMI
BRAIN POLICE
EIRÍKUR HAUKSSON
ROKKKÓR ÍSLANDS
EINAR VILBERG
VICKY
ROCK PAPER SISTERS
SIGGA GUÐNA
FOREIGN MONKEYS
SÓÐASKAPUR
MOLDA
Heiðursgestur sem fyrr er Ragga Gísla, Grýludrottning og sérstakt atriði bætist við dagskránna í desember.
Umsjón: Nordic Live Events
18 ára aldurstakmark, nema í fylgd með forráðamanni.