Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarmaðurinn Júlíus Freyr hefur komið víða við í tónlistinni í
gegnum árin. Hann er trommuleikari í hljómsveitinni Deep Jimi and the
Zep Creams, spilar á bassa í Bergrisunum sem eru heldur betur að slá í
gegn með Bjartmari Guðlaugssyni um þessar mundir, svo er Gálan
listamannsnafn sem Júlíus Freyr hefur notað í gegnum tíðina og gefið út
þrjár sólóplötur undir því nafni þar sem hann semur öll lög og texta auk
þess að spila á öll hljóðfærin sjálfur. Þá vann Júlíus Freyr nokkrar
hljómplötur með föður sínum Rúnari Júlíussyni.

Júlíus Freyr hlaut í fyrra Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar á 50
ára afmælisári sínu og hefur því ákveðið að blása til tónleika í
Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ, en hann hefur starfað með Leikfélagi
Keflavíkur í rúm 30 ár og meðal annars samið tvo söngleiki sem
Leikfélagið setti á svið. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudagskvöldið
22. september og hefjast þeir kl. 21:00. Þar mun Júlíus Freyr flytja
úrval laga af tónlistarferli sínum með Pandoru, Deep Jimi and the Zep
Creams, Gálunni og öllum þeim listamönnum sem hann hefur unnið með í
gegnum tíðina.

Hljómsveit kvöldsins hefur verið nefnd Fautar frá Reykjavík og hana
skipa:
Birkir Rafn Gíslason, gítar
Daði Birgisson, hljómborð
Guðni Finnsson, bassi
Arnar Gíslason, trommur