Tix.is

Um viðburðinn

Sívinsæla hljómsveitin Dikta gefur út sína fimmtu breiðskífu þann 4. september nk. og mun gripurinn heita 'Easy Street'. Af þessu tilefni mun Dikta halda útgáfutónleika í Norðurljósum Hörpu og fagna útgáfu plötunnar. Öllu verður til tjaldað hvað varðar ljós- og hljóðkerfi til að tónleikarnir verði sem glæsilegastir.

'Easy Street' var unnin á 2 ára tímabili í Þýskalandi og á Íslandi undir stjórn þýska upptökustjórans Sky van Hoff. Þegar hafa lögin 'Sink or Swim' og 'We'll Meet Again' heyrst af plötunni og hafa þau fengið gríðargóðar viðtökur á öldum ljósvakans og ríkir því mikil eftirvænting hjá aðdáendum sveitarinnar.

Dikta, sem hefur spilað vítt og breitt um Ísland, Evrópu og Bandaríkin síðustu árin hefur lítið komið fram sl. 2 ár á meðan nýja platan hefur verið í vinnslu. Í sumar hefur hljómsveitin þó komið fram víða um land og hefur sýnt og sannað að Dikta er ein besta tónleikasveit landsins.

Ekki missa af stórglæsilegum og jafnframt skemmtilegum útgáfutónleikum Diktu í Norðurljósum Hörpu þann 9. september.