Tix.is

Um viðburðinn

English below


Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. 14 ára hóf hann orgelnám, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands. Við Hochschule für Musik und Theater „Felix Mendelssohn Bartholdy“ Leipzig lauk Eyþór Bachelor of Arts gráðu í orgelleik árið 2012 og Master of Arts gráðu árið 2014 við sama skóla. Helsti kennari hans í Leipzig var Prof. Stefan Engels. Eyþór er nú starfandi organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi, Litháen og í Ástralíu.


---


Eythor Franzson Wechner was born in Akranes. He began playing the organ at 14 years of age. His first teacher was Úlrik Ólason and then in later years Björn Steinar Sólbergsson. After two years at the Iceland Academy of the Arts, he moved to Germany to study at the Hochschule für Musik und Theater „Felix Mendelssohn Bartholdy“ Leipzig and completed a Bachelor’s degree in 2012 and Master’s degree in 2014, under the guidance of Prof. Stefan Engels. Eythor currently teaches at his local music school and holds an organist position in Blönduós, in the northern part of Iceland. He has performed in his home country as well as in Germany, Lithuania and in Australia.