Tix.is

Um viðburðinn

English below  

Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt í sumar frá 3. júlí til 21. ágúst . Íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgelinu Hallgrímskirkju að hljóma. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventu árið 1992. Á Menningarnótt verður orgelmaraþon fjölmargra organista í kirkjunni en orgelsumrinu lýkur svo með lokatónleikum sunnudaginn 21. ágúst klukkan 17:00.

Á upphafstónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2022 koma fram Matthías Harðarson, orgelleikari og Charlotta Guðný Harðardóttir, píanóleikari og flytja verk fyrir orgel og píanó eftir Widor, Franck, Dupré, Sigurð Sævarsson og Alain.

Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans þar voru þau Gíslína Sól Jónatansdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson og Kittý Kovács. Hann lærði einnig á saxófón undir handleiðslu Stefáns Sigurjónssonar. Að loknu miðprófi á píanó hóf Matthías nám á orgel hjá þáverandi organista Landakirkju, Guðmundi H. Guðjónssyni og síðar hjá Kittý Kovács. Árið 2016 lauk Matthías kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk kantorsprófi sem og BA námi við Listaháskóla Íslands 2020. Þar lærði hann orgelleik hjá Birni Steinari Sólbergssyni, kórstjórn hjá Magnúsi Ragnarssyni og litúrgískanorgelleik hjá Guðný Einarsdóttur, Eyþóri Inga Jónssyni og Láru Bryndísi Eggertsdóttur. Samhliða orgelnáminu lagði Matthías stund á Vélstjórn og útskrifaðist sem Vélfræðingur árið 2017. Matthías hefur nýlokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. Undir leiðsögn Kristian Krogsøe, Lars Rosenlund Nørremark og Ulrik Spang-Hanssen.

 Guðný Charlotta Harðardóttir byrjaði sína tónlistarmenntun 6 ára við tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Eftir að hafa stundað nám þar til 19 ára aldurs, tók við nám við Tónlistarskólann í Garðabæ þar sem hún kláraði framhaldsprófið í píanóleik. Við tók þriggja ára háskólanám á hljóðfærakennslubraut við Listaháskóla Íslands. Guðný Charlotta hefur nú lokið við meistaranám við Konunglega tónlistarháskólann í Árósum þar sem hún stundaði nám frá haustinu 2020.

Guðný hefur flutt mörg af einleiksverkum tónlistarsögunnar en hefur lagt mikla áherslu á kammertónlist og meðleik með söngvurum. Ásamt því að hafa stundað samspil, þá hefur Guðný tekið virkan þátt í flutningi íslenskra nútímaverka. Hún hefur einnig spilað með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Ásamt því að hafa stundað nám í Danmörku, hefur Guðný komið fram á tónleikum í Finnlandi og Svíþjóð.

Guðný Charlotta hefur staðið sjálf fyrir nokkrum tónleikum og má þar nefna tónleika sem tileinkaðir voru lögum Sigfúsar Halldórssonar. Einnig má nefna flutning hennar ásamt Trillutríóinu á útsetningum Atla Heimis Sveinssonar og lögum frá Vestmannaeyjum. Trillutríóið skipar Veru Hjördísi Matsdóttur söngkonu, Símóni Karli Melsteð Sigurðarson á klarínett og Guðnýju Charlottu á píanó.

Guðný Charlotta hefur hlotið nokkra styrki og viðurkenningar og má þar helst nefna Halldór Hansen styrkinn sem henni var veittur árið 2020 og menningarstyrki frá SASS ásamt því að hafa verið valin Bæjarlistarmaður Vestmannaeyja 2021.

The Organ Summer festival in Hallgrímskirkja will take place this summer from July 3rd until August 21nd. Icelandic and international organists will allow the magnificent Klais-organ of Hallgrímskirkja to sound. There will also be an organ marathon on August 20th during Culture Night in Reykjavík and the last concert of The Organ Summer festival will take place on Sunday the 21st of August at 17:00.

At this opening concert of the Organsummer in Hallgrimskirkja Matthías Harðarson organist and Guðný Charlotta Harðardóttir pianist will perform pieces by Widor, Franck, Dupré, Sigurður Sævarsson and Alain.

Matthías Harðarson began his musical studies at the age of 10 and studied at the music school in Vestmannaeyjar. His teachers there were Gíslína Sól Jónatansdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson and Kittý Kovács. He also played the saxophone with Stefán Sigurjónsson. In 2016 Matthías graduated with a Church organist diploma. In 2020 Matthías graduated from Listaháskóli Íslands with a BA degree in Church music and a Kantor diploma from the Music School of the National Church in Iceland. His teachers there were Björn Steinar Sólbergsson, organ, Magnús Ragnarsson, Choir conducting, Guðný Einarsdóttir, Eyþór Ingi Jónsson, and Lára Bryndís Eggertsdóttir in liturgical organ playing. In 2017 Matthías graduated as a Marine engineer. Matthías has recently finished a Masters’s degree from The Royal Academy of Music where Kristian Krogsøe, Lars Rosenlund Nørremark, and Ulrik Spang-Hanssen were his teachers.

Guðný Charlotta Harðardóttir started her music education at 6 years old in Vestmannaeyjar. When she was 19 she moved to the capital and finished her final exam at the music school in Garðabær. After that, she finished 3 years of bachelor's education at The Icelandic University of the Arts where she focused on piano pedagogy. Guðný Charlotta has now finished her master's degree from the Royal Academy of Music in Aarhus, Denmark where she had been studying since the autumn of 2020.

Guðný has performed many solo pieces from the classical repertoire but has put more focus on chamber music and accompaniment. She has also been active in playing pieces from the Icelandic modern repertoire. She has participated in orchestral projects together with The Youth Symphony Orchestra. Along with studying in Denmark, Guðný has also played concerts in Finland and Sweden.

Guðný Charlotta has organized concerts herself, for example, a concert dedicated to Sigfús Halldórsson. She also performed arrangments from Atli Heimir Sveinsson of songs from Vestmannaeyjar together with Trillutríó. That trio consist of Vera Hjördís Matsdóttir singer, Símon Karl Melsteð Sigurðarson clarinet and Guðný Charlotta piano.

Guðný Charlotta has received funds and awards for her piano playing and her independent projects.