Tix.is

Um viðburðinn

Tónleikar úkraínsku kammersveitarinnar Kyiv Soloists ásamt gestaleikurum frá Spáni og Íslandi fara fram fimmtudaginn 30. júní 2022 kl. 19:30 í Íþróttahúsinu Árbæ í Bolungarvík. 

Efnisskrá

C.M. von Weber - Klarinettukonsert nr. 1, einleikari Selvadore Rähni

C.M. von Weber - Píanókonsert nr. 1, einleikari Oliver Rähni

M. Berezovsky - sinfónía í C-dúr

A. Shymko - „Draumar af fornum skógi“ fyrir strengjahljómsveit (2004-2005)

P. Kacha - úkraínskt þjóðlag, úts. Viktor Rekalo

V. Silvestrov - „Silent music“ 

Erki Pehk - hljómsveitarstjóri. 

Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists (National Chamber Ensemble "Kyiv Soloists") samanstendur af úkraínsku tónlistarfólki sem hefur sigrað úkraínskar og alþjóðlegar tónlistarkeppnir. 

Í ársbyrjun 2022 fór hljómsveitin í tónleikaferð um Evrópu og á Ítalíu fékk hún fréttir af innrás rússneskra hermanna í Úkraínu. Allt breyttist og það var ekki lengur mögulegt að snúa aftur heim til Úkraínu. Í samvinnu við leiðandi tónleikasamtök í Evrópu var tónleikaferð Kyiv Soloists framlengd um óákveðinn tíma. 

„Við spilum fyrir friði í Úkraníu“, segja þau. 

Kyiv Soloists koma til landsins á vegum Tónlistarhátíðarinnar Miðnætursólar sem Tónlistarskóli Bolungarvíkur stendur fyrir ásamt Bolungarvíkurkaupstað. 

Tónleikarnir eru styrktartónleikar fyrir Úkraínu. 

Styrktaraðilar: Tónlistarskóli Bolungarvíkur, Bolungarvíkurkaupstaður, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, Harpa, Icelandair Hotels, Hótel Ísafjörður, Elísabet Guðmundsdóttir og Björgvin Bjarnason og Orkubú Vestfjarða.