Tix.is

Um viðburðinn

Gyða Valtýsdóttir heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í tvö ár og fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar, Ox. Með Gyðu kemur fram einvala hópur tónlistarfólks í fremstu röð, Indré Jurgeleviciute, söngur og litháísk harpa, Úlfur Hansson á hljóðgervil og bassa, Bert Cools á gítar og Magnús Trygvason Eliassen á trommur en öll koma þau við sögu á nýrri plötu Gyðu.

Ox er  fjórða breiðskífa Gyðu Valtýsdóttur sem hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2019. Tónlist Gyðu býr yfir ægifegurð og dáleiðandi seiðmagni sem lætur enga ósnortna. Hljóðheimurinn víðfeðmur og margbreytilegur, tærar og frumlegar lagasmíðar í safaríkum og hrífandi útsetningum.

 Áður en Gyða og hljómsveit stíga á svið mun dúettinn Merope koma fram en töfrum slungin tónlist þeirra byggir á samslætti hins nýja og ævaforna þar sem litháískum þjóðlögum er ofið inn í hrífandi hljóðheim.

 Tónleikar með Gyðu Valtýsdóttur eru ávallt einstæð upplifun. Missið ekki af tónlistarviðburði í sérflokki.

-----------------------------------------

Gyða Valtýsdóttir is a founding member of the experimental and groundbreaking band Múm.  As a teenager, Gyða later studied classical cello and improvisation in Iceland, Russia and Switzerland. She has worked with a varied group of artists across genres, performed at concerts around the world and composed music for films. In 2019, Gyða won the prestigious Nordic Council Music Prize for her deeply personal and organic performance, fragile, subtle, yet powerful and temperamental. On Ox, Gyða presents the vast versatility of her work, demonstrating the ways in which song-making is a form of alchemy, a transformative process of taking something from the darkness and bringing it into light, and the result is an album of otherworldly spaciousness and urgent, fearless intimacy all at once. On The 7th of July Gyða Will be celebrating the release of Ox in concert at Gamla bío, Reykjavík.

The winner of the 2019 Nordic Council Music Prize  

- “for her distinctive vocals, instrumental inventiveness, and highly personal charm underlined by a dignified craftsmanship”