Tix.is

Um viðburðinn

Danski sönghópurinn Ensemble Edge og finnski sönghópurinn Club For Five koma fram á Jazzhátíð í Reykjavík og verða með tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 17. ágúst kl. 18:00.

Club For Five er þekktur sönghópur á norðurlöndunum og fagnaði hann 20 ára starfsafmæli árið 2020. Í hópnum eru fimm söngvarar og þau syngja aðallega útsetningar á þekktum popp- og jazzlögum en norræna tengingin er aldrei langt undan. Hópurinn hefur gefið út 12 geisladiska og haldið fjölda tónleika víðs vegar um heiminn. Meðlimir hópsins eru Maija Sariola, sópran, Susanna Hietala, alt, Jouni Kannisto, tenór, Juha Viitala, tenór og Tuukka Haapaniemi, bassi.

Ensemble Edge er danskur sönghópur sem var stofnaður árið 2016 og hefur hópurinn tekið þátt í fjölda ólíkra verkefni þar sem hann prófar ólíka tónlistarstíla, hvort sem það er jazz eða nútímatónlist. Þeirra nýjasta verkefni var upptaka á geisladisknum ,,Dimma - a tribute to Jan Johansson” sem var þekktur sænskur Jazz píanóleikari og platan fékk verðskuldað lof og jákvæða gagnrýni. Hópinn skipa atvinnusöngvarar og í hópnum eru að auki tónskáld og kórstjórnendur. Á tónleikunum í Fríkirkjunni koma fram 7 söngvarar, Karmen Ro~ivassepp, sópran, Nadja Schmedes Enevoldsen, sópran, Kirsten Voss, alt, Andrea Kru¨ger Holm, alt,, Erik Buchreitz, tenór, Gustav Nyboe Hagner, bassi og Severin Korsgaard, bassi.