Tix.is

Um viðburðinn

Innipúkinn 2022 - 3 daga hátíð í höfuðborginni um verslunarmannahelgina
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir, fyrir utan síðasta ár OG árið þar, þegar hætta þurfti við hátíðina með stuttum fyrirvara vegna covid. Hátíðin fagnar hvorki meira né minna en 20 ára afmæli í ár!

Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, en að þessu sinni færir hún sig yfir í Gamla bíó, auk þess sem efri hæð Röntgen verður einnig með dagskrá. Á svæðinu verður sannkölluð hátíðarstemning alla helgina enda verður nóg um að vera á götunni fyrir utan staðina sem og inni á stöðunum sjálfum. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 29. - 31. júlí.

Föstudagur
Hipsumhaps
Inspector Spacetime
Karítas
krassasig
Reykjavíkurdætur
Russian.girls
Teitur Magnússon

Laugardagur
Aron Can
Emmsjé Gauti
Floni
gugusar
Kusk
RED RIOT
Snorri Helgason

Sunnudagur
Bassi Maraj
Bjartar Sveiflur
Bríet
Celebs
Eyþór Ingi
Flott
sideproject


Armband á hátíðina gildir alla helgina bæði í Gamla bíó og á efri hæð Röntgen og þau má nálgast á svæðinu frá og með föstudeginum. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld en þeir miðar fara í sölu fljótlega.

Vinsamlegast athugið að 20 ára aldurstakmark er á hátíðina.