Tix.is

Um viðburðinn

Stórskemmtileg og gullfalleg sýning þar sem akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri. Allra veðra von ferðaðist vítt og breitt um landið sumarið 2021 við mikið lof áhorfanda á öllum aldri og hlaut í kjölfarið Grímuverðlaunin fyrir sviðshreyfingar ársins. Sýningin snýr nú aftur til Reykjavíkur. Hágæða nýsirkussýning sem fæddist af íslenskum aðstæðum og veðráttu.

Sýningin fer fram úti og eru áhorfendur hvattir til að vera klæddir eftir veðri - því það er allra veðra von!

Eftir sýninguna er boðið upp á opna sirkussmiðju sem öllum er frjálst að taka þátt í.

Nýsirkussýningin Allra veðra von er hluti af Flipp Festival - sirkushátíð Hringleiks, sem haldin er í fyrsta sinn 25. og 26. júní.

Flipp Festival er styrkt af Barnamenningarsjóð, Reykjavíkurborg og Nordisk Kultur Fund.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Elliðaárstöð.

Allra veðra von er samstarfsverk Hringleiks og leikhópsins Miðnætti, og var sköpun þess studd af Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Launasjóði listamanna.