Tix.is

Um viðburðinn

Tapað / fundið í tómarúmi er sirkussýning eftir unga höfunda sem flakkar með áhorfendur um óravíddir og jaðra þeirra ólíku heima.

Elstu nemendur Æskusirkusins eru á aldusbilinu 16-20 ára og hafa mörg hver stundað sirkuslistir í áraraðir. Þau hafa nú sett saman sýningu sem vaxið hefur af fræjum þeirra eigin hugmynda, væntinga og sköpunar innan sirkuslista.

Sýningin fer fram utandyra og eru áhorfendur hvattir til að mæta klæddir eftir veðri.

Æskusirkusinn er sirkusstarf fyrir börn og unglinga á vegum sirkuslistafélagsins Hringleiks, þar sem krakkarnir æfa og skapa með sirkuslistum. Starfið er bæði reglulegar æfingar yfir veturinn, sem og hin sívinsælu sumarnámskeið Æskusirkusins.