Tix.is

Um viðburðinn

Sirkussýning, hjólaskautar, glimmer, tónleikar, neon ljós, leikjabásar og svo margt fleira!

Arcade Delight er upplifunarsýning fyrir 18 ára og eldri eftir danska sirkushópinn Dynamo Workspace þar sem sirkus, tónleikar, innsetning og hátíð blandast saman í eitt. Hanfarþorpinu í Kolaportinu verður umbreytt í nýjan heim, innblásnum af áttunda áratugnum. Sýningin hefst með hjólaskautadiskói kl. 19:30 þar sem gestir geta rúllað um og dansað á hjólaskautum. M.a verður hægt fara á leikjabása, snúa lukkuhjóli, kíkja í búningahorn fyrir þau sem gleymdu að mæta í eitís dressinu, fá sér greiðslu í hárgreiðsluhorni og taka þátt í tattú tombóla. Stórfurðuleg sirkusatriði munu poppa upp hér og þar.

Gestum verður svo boðið uppá sérstaka kabarettsýningu með ótrúlegum sirkusatriðunum frá framúrskarandi sirkuslistafólki og tónleikum með stjórstjörnunni Alter Eygló. Fáar reglur stýra áhorfendum, það eina sem gildir er að taka þátt og vera í stuði!


Arcade Delight hefur verið sett upp árlega í Danmörku undanfarin ár við miklar vinsældir og verið tilnefnd til verðlauna. Hún er nú sett upp á Íslandi með þátttöku fjölda íslenskra listamanna. Sýningin er ólík öllum þeim sirkussýningum sem hafa áður verið settar upp hér á landi og má engin láta þess einstöku upplifun fram hjá sér fara.

Arcade Delight er hluti af Flipp Festival - sirkushátíð Hringleiks, sem haldin er í fyrsta sinn 25. og 26. júní. Sýningin er aðlöguð og sett upp á Íslandi með stuðningi frá Statens Kunstfond.

Verkefnið er unnið í ljúfu samstarfi við Hjólaskautafélagið - Roller Derby Iceland.

Flipp Festival er styrkt af Barnamenningarsjóð, Reykjavíkurborg og Nordisk Kultur Fund.