Tix.is

Um viðburðinn

Styrktartónleikar fyrir Úkraínu.

Tónleikar úkraínsku kammersveitarinnar Kyiv Soloists ásamt gestaleikurum frá Íslandi fara fram þriðjudaginn 5. júlí 2022 kl. 19:30 í Eldborgarsal Hörpu.

Efnisskrá
C.M. von Weber, Klarinettukonsert nr. 1, 
Einleikari Selvadore Rähni

C.M. von Weber, Píanókonsert nr. 1,
Einleikari Oliver Rähni

HLÉ

Kyiv Soloists leikur úkraínska tónlist undir stjórn Erki Pehk
M. Berezovsky: Sinfónía í C-dúr
A. Shymko: Dreams of an old forest fyrir strengjasveit (2004-2005)
P. Kacha: Úkraínskt þjóðlag, úts.Viktor Rekalo
V. Silvestrov: Silent music

Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists samanstendur af úkraínsku tónlistarfólki sem hefur sigrað úkraínskar og alþjóðlegar tónlistarkeppnir.

Í ársbyrjun 2022 fór hljómsveitin í tónleikaferð um Evrópu og á Ítalíu fékk hún fréttir af innrás rússneskra hermanna í Úkraínu. Allt breyttist og það var ekki lengur mögulegt að snúa aftur heim til Úkraínu. Í samvinnu við leiðandi tónleikahaldara í Evrópu var tónleikaferð Kyiv Soloists framlengd um óákveðinn tíma.

„Við spilum fyrir friði í Úkraníu“, segja þau.

Kyiv Soloists koma til landsins á vegum Tónlistarhátíðarinnar Miðnætursólar sem Tónlistarskóli Bolungarvíkur stendur fyrir ásamt Bolungarvíkurkaupstað.