Tix.is

Um viðburðinn

Tove Jansson – listamaðurinn, rithöfundurinn, ljóðskáldið, leikskáldið og myndasöguhöfundurinn bjó yfir hugrekki sem birtist bæði í höfundarverki hennar og einkalífi. Enn veita verk hennar rithöfundum og öðrum listamönnum ómældan innblástur. Gerður Kristný bregður upp heillandi dagskrá um Tove Jansson með listafólki og fræðimönnum. Hér má búast við umræðum um trú og tilgang lífsins, hinseginleikann, útópíu, umhverfismál og hlýnun jarðar og hvernig Tove reyndi sífellt á þanþol listarinnar. Á meðal gesta eru Katrín Jakobsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Hilmar Hildar Magnúsarson, Jón Yngvi Jóhannsson, Þórdís Gísladóttir, Hildur Ýr Ísberg, Ragnar Kjartansson, Ármann Jakobsson, Sigríður Guðmarsdóttir, Nanna Hlín Halldórsdóttir, Natania Jansz, Boel Westin, Andri Snær Magnason og Sophia Jansson. Einnig verður boðið upp á tónlistarflutning sem tónskáldið Lauri Porra og söngkonan Emma Klingenberg hafa veg og vanda af.

Tími: 11.00-19.00
Miðaverð: 7500 kr. með léttum hádegisverði

Dagskrá

11.00 Gerður Kristný flytur setningarávarp.

11.10 Hinsegin ferðalag inn í skáldaða heima Tove Jansson.
Tove Jansson skrifaði um hinsegin líf og reynslu af ýmsu tagi í verkum sínum, svo sem það „að vera öðruvísi?, samkynja langanir og kyn utan tvíhyggjunnar. Í þessari málstofu ræðir bókmenntafræðingurinn Ásta Kristín Benediktsdóttir um hinseginleika í múmíndalnum og öðrum skálduðum heimum Tove við Þórdísi Gísladóttur, þýðanda og rithöfund, Hildi Ýri Ísberg framhaldsskólakennara og Hilmar Hildar Magnúsarson, hinsegin aktívista og fyrrverandi formann Samtakanna '78. Í sameiningu takast þau á við spurningar á borð við: Þýðist hinseginleiki Tove yfir á íslenska tungu? Hvernig talar hinseginleiki Tove til nútímalesenda, jafnt ungra sem aldinna?
Stjórnandi: Ásta Kristín Benediktsdóttir
Gestir: Þórdís Gísladóttir, Hildur Ýr Ísberg og Hilmar Hildar Magnúsarson.

12.00 Útópían og draumurinn um betri heim í verkum Tove Jansson
Í verkum Tove, bókum jafnt sem myndum, bregður höfundurinn ósjaldan upp fögrum heimi þar sem vinátta, umhyggja og umburðarlyndi eru ofar öllu. Í þessari málstofu ræðir rithöfundurinn Gerður Kristný við Katrínu Jakobsdóttur, bókmenntafræðing og forsætisráðherra, Margréti Tryggvadóttur, verðlaunahöfund, myndritstjóra og fyrrum þingmann, og Jón Yngva Jóhannsson, bókmenntafræðing og lektor, um bjargræðið í
ímyndunaraflinu. Er þessi heimur Tove útópía sem aldrei verður að veruleika eða er þetta kannski heimurinn sem við lifum í nú þegar. Auk þess segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður frá kynnum sínum af verkum Tove á myndbandsupptöku.
Stjórnandi: Gerður Kristný
Gestir: Katrín Jakobsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Jón Yngvi Jóhannsson og Ragnar Kjartansson.

12.45 Hádegisverður

14.00 Andspænis halastjörnunni: Trú, fagurfræði og heimspeki í múmíndal
Bækur Tove Jansson vekja gjarnan erfiðar spurningar um merkingu og tilvist. Því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort þar sé einnig að finna svör um þessi efni. Og hvar ættu lesendur þá að leita að tilgangi og leiðsögn í veröld sem er full af furðuverum eins og Snabba, bísamrottunni og Míu litlu? Í þessari málstofu ræðir bókmenntafræðingurinn Haukur Ingvarsson um merkinguna í múmínheiminum við dr. Ármann Jakobsson rithöfund og prófessor, dr. Nönnu Hlín Halldórsdóttur heimspeking og dr. Sigríði Guðmarsdóttur guðfræðing.
Stjórnandi: Haukur Ingvarsson
Gestir: Ármann Jakobsson, Nanna Hlín Halldórsdóttir og Sigríður Guðmarsdóttir.

15.30 Söngvaskáldið Tove Jansson
Söngkonan Emma Klingenberg flytur lög sem samin hafa verið við ljóð Tove Jansson. Flutningurinn byggir á dagskrá Emmu Klingenberg Tove Jansson – visdiktaren. Píanóundirleik annast Kristian Nyman.

16.00 Alltaf nýtt og alltaf satt. Leit Tove Jansson að nýrri fagurfræði í skrifum og myndlist.
Eins og allir sannir listamenn streittist Tove Jansson gegn þrýstingi markaðsaflanna um að endurskapa í sífellu vinsælustu sögur sínar og myndir. Í stað þess reyndi hún á þanþol listsköpunarinnar. Hún gerði tilraunir með tækni og úrvinnslu í myndlistinni og sótti á ný og dýpri mið í skáldverkunum. Sophia Jansson, bróðurdóttir Tove Jansson, og Natania Jansz, útgefandi Sort of Books í Bretlandi, ræða hollustu Tove við verk sín þegar hún varð að sigla á milli frægðar og hugsjóna.
Stjórnandi: Gerður Kristný
Gestir: Sophia Jansson og Natania Jansz

17.00 Tove Jansson með heiminn að fótum sér: hvernig barnabækur takast á við alvarleg málefni
Tove Jansson skrifaði fyrstu múmínálfabókina, Litlu álfarnir og flóðið mikla, í lok seinni heimsstyrjaldar, á miklum umbrotatímum.  Flóttamennirnir sem þá fóru um Evrópu setja mark sitt á söguna. Þetta umfjöllunarefni átti eftir að leita á hana aftur í tveimur öðrum mikilvægum múmínálfabókum, Halastjörnunni og Örlaganóttinni. Vel má vera að múmínálfabækurnar séu uppspuni en þó standa þeir traustum fótum í veruleikanum. Mark Ellingham frá Sort of Books útgáfunni í Bretlandi og verðlaunahöfundurinn Andri Snær Magnason ræða hvernig Tove Jansson fjallaði um knýjandi málefni í bókum sínum og leið Andra Snæs að sama marki í verkum sínum og þá sér í lagi hlýnun jarðar.
Stjórnandi: Mark Ellingham
Gestur: Andri Snær Magnason

17.50 Hlé

18.15 Árstíðirnar í múmíndal
Bassaleikarinn og tónskáldið Lauri Porra hefur undanfarið ár samið tónlist sem innblásin er af múmínálfasögunum og myndskreytingunum við þær. Hann flytur hér úrval af þessum tónsmíðum. Með honum leika Hanna Hohti víóluleikari, Markus Hohti sellóleikari, Antti Kujanpää píanóleikari og Kasmir Uusitupa fiðluleikari.

18.45 Lokaorð frá Sophia Jansson og Gerði Kristnýju.