Tix.is

Um viðburðinn

,,Ég hitti manninn minn í boarding-röðinni á leiðinni í EasyJet flug og ég verð að segja að mér líkaði strax illa við hann.”

Óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt, sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við; kaupa hús, eignast börn, jöggla ferlunum - fjölskyldan þeirra er venjuleg fjölskylda. Þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur og hlutirnir taka óhugnanlega stefnu.

,,Ég man ekki nákvæmlega hvenær hlutirnir fóru að fara almennilega í vaskinn hjá okkur – ég man bara að allt í einu var ég að standa í því.”

Höfundur: Dennis Kelly
Leikkona: Björk Guðmundsdóttir
Leikstjórn: Annalísa Hermannsdóttir
Aðstoðarleikstjórn: Melkorka Gunborg Briansdóttir
Hljóðmynd: Andrés Þór Þorvarðarson
Ljósahönnun: Magnús Thorlacius
Leikmynd: Annalísa Hermannsdóttir

Íslensk þýðing: Matthías Tryggvi Haraldsson
Grafísk hönnun: Björg Steinunn Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjórn: Melkorka Gunborg Briansdóttir
Markaðsteymi: Heiða Eiríksdóttir og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir
Þakkir: Erna Magnúsdóttir, Fannar Arnarson, Katrín Helga Ólafsdóttir, Guðborg Auður Guðjónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, Helgi Gunnlaugsson, Hermann Kristjánsson

Lengd: 2 klst + hlé

TRIGGER WARNING: Lýsingar á ofbeldi.
Hægt er að hafa samband á fullordidfolk@gmail.com fyrir frekari upplýsingar um triggerandi þemu sýningarinnar.

Girls and boys er einleikur eftir breska leikskáldið Dennis Kelly. Hann var fyrst sýndur árið 2018 í Royal Court Theatre í London við einróma lof gagnrýnenda, en þá lék Carey Mulligan aðalhlutverkið og Lyndsey Turner leikstýrði. Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk setur verkið nú upp á Íslandi í íslenskri þýðingu Matthíasar Tryggva Haraldssonar.

Verkefnið er styrkt af Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar og Uppbyggingarsjóði Vesturlands.