Tix.is

Um viðburðinn

Mark Crispin Miller er prófessor í fjölmiðla-, menningar- og boðskiptafræði við New York háskóla, en hann hefur
skrifað fjölda bóka, greina og ritgerða auk þess sem hann kennir áfanga um áróður.

Hvað er áróður og hvernig birtist hann í fortíð og nútíð? Er heimsmynd okkar mótuð af áróðri, og býr nútíma manneskja yfirhöfuð yfir getu til að sjá í gegnum hann?

Í fyrirlestri sínum fjallar Miller um þessar spurningar og fjölda annarra, en að honum loknum mun hann svara spurningum úr sal.

Hér á ferðinni einstakur viðburður sem gagnrýnt og sannleiksleitandi fólk má ekki láta fram hjá sér fara.  

Bókaðu miða núna og taktu þátt í að leita svara við mögulega mikilvægustu spurningum samtímans.