Tix.is

Um viðburðinn

Listahátíð í Reykjavík

Sending frá óþekktum aðila reynist fyrsta skrefið á slóð sem leiðir okkur gegnum sögu af mannshvarfi í Kaupmannahöfn, munaðarlausri stúlku sem send er í vist árið 1931, starfsmannapartýi á Sölvhólsgötu við stríðslok og hörmulegu sjóslysi.  

Verkið fer fram með átta bréfasendingum auk þess sem hlustað er á hljóðverk er fylgir hverri sendingu. Í umslögum sem berast þátttakendum heim að dyrum má meðal annars finna gömul bréf, lögregluskýrslur, kort og ljósmyndir sem saman segja heillandi og dularfulla sögu. Atburðir sem upphaflega virðast alls ótengdir taka á sig nýja merkingu eftir því sem þátttakendur lesa og heyra meira. Hér fléttast fortíð og nútíð saman á óvæntan hátt í atburðarás sem spannar heila öld. 

Framhald í næsta bréfi er óvenjulegt og skemmtilegt ferðalag fyrir forvitna. 

Miðafjöldi er takmarkaður og því mikilvægt að tryggja sér þátttöku í tæka tíð.