Tix.is

Um viðburðinn

Þann 12 Maí mun Þórhallur Þórhallsson frumsýna glænýja uppistandssýningu í Tjarnarbíó sem einfaldlega kallast "Þórhallur"

Þórhallur vann keppnina Fyndnasti Maður Íslands árið 2007 og hefur ferðast um heiminn með uppistand, allt frá Færeyjum til Kína, þar á meðal Wuhan árið 2019 (Veit hann hvernig Covid byrjaði?)

Þórhallur lék einnig aðalhlutverkið í gamanmyndinni Mentor sem kom út árið 2020.

Þórhallur mun tala um ferðalögin sín, aldurskrísuna, furðulega meðleigjendur og margt fleira í þessari bráðfyndnu sýningu.

Þið viljið ekki missa af þessu