Tix.is

Um viðburðinn

Rótarý tónleikar 2022

Sunnudaginn 24. apríl kl. 16.00 býður Rótarýhreyfingin á Íslandi til sérstakra hátíðartónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Tilefnið er veiting styrks Tónlistarsjóðs Rótarý sem árlega er veittur tveimur framúrskarandi tónlistarnemum sem stunda framhaldsnám á erlendri grundu en styrkirnir hafa verið veittir árlega frá árinu 2005 og eru styrkþegar eru nú orðnir 30 talsins. Í ár hljóta styrkinn þau Alexander Smári Edelstein sem stundar meistaranám í píanóleik við Tónlistarháskólann í Maastricht í Hollandi og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðluleikari sem stundar meistaranám í fiðluleik í Hochschule für Musik und Theater ”Felix Mendelssohn Bartholdy” í Leipzig í Þýskalandi. Tónlistarstyrkir Rótarý hafa verið veittir árlega frá árinu 2005 og eru styrkþegar eru nú orðnir 30 talsins. Tónleikarnir í ár eru í umsjón Rótarýklúbbs Héraðsbúa í samstarfi við listhópinn Austuróp. Auk styrkþeganna koma fram þau Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, Erla Dóra Vogler, messósópran, Árni Friðriksson tenór, Valdimar Hilmarsson barítónn, og píanóleikararnir Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Daníel Þorteinsson. Þau flytja “Liebeslieder Walzer” op. 52 eftir Johannes Brahms en styrkþegarnir leika tónlist eftir Bach, Schubert og Tchaikovsky.

Miðaverð eru kr. 4.500, ókeypis fyrir 16 ára og yngri.

Hér er hægt að kaupa miða í streymi:  https://www.vvenue.events/rotary