Tix.is

Um viðburðinn

Leiklistaklúbburinn Melló kynnir með miklu stolti söngleikinn Útfjör!!
(Fun Home) undir leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar
Söngleikurinn er eftir Jean Tesori og Lisu Kron og er byggður á teiknimyndasögunni hennar Alison Bechdel „Fun Home: A Family Tragicomic“
Þýðendur verksins eru Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Einar Aðalsteinsson
Tónlistastjórn sinnir Eðvald Lárusson og Söngþjálfun og stjórn sinnir Elfa Margrét Ingvadóttir

Leiklistaklúbburinn Melló sýnir bæði djörfung og metnað í vali á
leikverki þetta árið. Viðfangsefnið er söngleikurinn Fun Home sem var
fyrsti söngleikurinn sem sýndur var á Broadway þar sem aðalpersónan er
lesbía. Útfjör er vísun í eitt af störfum fjölskylduföðurins í verkinu
sem rekur útfararstofu meðfram því að vera móðurmálskennari. Leikritið
fjallar um æsku og námsár Alison Bechdel og byggir á samnefndri
sjálfsævisögu sem kom út í myndasöguformi árið 2006. Þekktust er Alison
líklega fyrir að vera höfundur hins fræga Bechdel prófs. Söngleikurinn
var frumsýndur í Bandaríkjunum árið 2013 og fékk hin eftirsóknarverðu
Tony-verðlaun fyrir bestu tónlist, besta handrit og besta söngleikinn
árið 2015.