Tix.is

Um viðburðinn

Leikfélag Keflavíkur setur upp ungmennasöngleikinn Grease í samstarfi við Vox Arena, leikfélag Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 

Grease er eflaust einn þekktasti söngleikur allra tíma og nú eru það ungmenni á framhaldsskólaaldri sem sjá um leik, söng og dans í þessari frábæru uppsetningu á þessum sígilda söngleik.  

Leikstjóri að þessu sinni er Brynja Ýr Júlíusdóttir en hún hefur áður leikstýrt verki hjá Vox Arena, Burlesque árið 2018. Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld er danshöfundur og Sigurður Smári Hansson sér um að stjórna tónlistinni sem sex manna hljómsveit flytur frábærlega.  

Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna og við hvetjum alla til að mæta í Frumleikhúsið og njóta.