Tix.is

Um viðburðinn

Grammy-tilnefndi tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur tónleikaferðalag sitt um heiminn með stórtónleikum í Háskólabíói, 23. maí næstkomandi.

Tónleikarnir fylgja eftir útgáfu plötunnar ‘some kind of peace’ en þetta verður í fyrsta skipti sem að efni af plötunni verður flutt opinberlega. Þrjú ár eru síðan Ólafur kom síðast fram á Íslandi en tónleikarnir í Háskólabíó marka upphafið af langri tónleikaröð og eru þeir fyrstu af um 50 í mörgum af helstu tónleikahöllum heims í Norður Ameríku og Evrópu, s.s. Walt Disney Concert Hall í Los Angeles, Hammersmith Apollo í London og Tempodrom í Berlín.

Tónleikar Ólafs eru áhrifamikil upplifun fyrir augu og eyru en með honum á sviðinu verður strengjakvartett og slagverksleikari auk sjálfspilandi Stratus-píanóanna. Tónleikagestir fá einstakt tækifæri til að sjá eina af stórstjörnum íslenskrar tónlistar á heimavelli áður en ferðinni er haldið áfram á erlenda grundu.

Aðeins um 900 miðar verða í boði og miðaverðin eru eftirfarandi:
Úrvalssæti:       13.990 kr.
Almenn sæti:     9.990 kr.

Sjá mynd af sal hér.

Umsjón: Sena Live 

UM ÓLAF ARNALDS
Ólafur Arnalds hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og hefur undanfarinn áratug sannað sig sem eitt áhrifamesta nútímatónskáld heims. Ólafur hefur gefið út fjölda margar plötur undir eigin nafni hefur hann einnig leikið með rafsveitinni Kiasmos og samið tónlist fyrir kvikmyndir og þáttaraðir á borð við Broadchurch (BAFTA-verðlaunin fyrir bestu tónlist) og Defending Jacob — en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann á dögunum tilnefningu til Emmy-verðlauna.

Haustið 2020 gaf Ólafur út fimmtu breiðskífu sína, 'some kind of peace', sem rataði á árslista margra helstu tónlistarmiðla heims, m.a. var hún valin plata ársins af Bob Boilen hjá NPR og endaði á topplista plötubúðarinnar Rough Trade. Í útgáfuviku blandaði 'some kind of peace' sér svo í toppslag breska vinsældarlistans og keppti þar við margar af helstu poppstjörnum heims.

Ólafur er ekki síður þekktur sem magnþrunginn flytjandi og eru tónleikar hans einstaklega áhrifamikil upplifun og hafa fyllt margar að helstu tónleikahöllum heims, s.s. Royal Albert Hall og Sydney Opera House.

Ólafur var nýlega tilnefndur til tveggja Grammy verðlauna, en verðlaunahátíðin fer fram 4. apríl 2022.