Tix.is

Um viðburðinn

Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner þekkja allir!
Yfirleitt ríkir ró og friður í bænum, en þegar ræningjarnir 3 fara á stjá, þá getur ýmislegt gerst. Komið og sjáið Soffíu frænku, sem kallar ekki allt ömmu sína, ógurlega ljónið, sem elskar ekkert meira en mjólkursúkkulaði, talandi úlfaldann og alla hina á frábærri sýningu í Freyvangi!


Það verður fjör í bænum undir dyggri leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og fjölda leikara af yngri og eldri kynslóðinni auk öflugrar hljómsveitar undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar.