Tix.is

Um viðburðinn

TOYMACHINE – ÚTGÁFU OG -KVEÐJUTÓNLEIKAR!

Toymachine gáfu út sína fyrstu og síðustu breiðskífu undir lok árs 2020.
Platan sem ber heitið ROYAL INBREED var í raun yfir 20 ár í vinnslu enda var
bandið á leið í hljóðver árið 2001 þegar það sprakk með látum. En nú öllum
þessum árum síðar hefur draumurinn orðið að veruleika, platan er komin út og
verður útgáfunni loks fagnað þar sem frumburðinn verður fluttur í heild sinni á
þessum sérstöku útgáfu og -kveðjutónleikum bandsins en meðlimir
Toymachine hyggjast nú leggja niður bandið á ný. Hér er því allra síðasti séns til
að sjá þetta goðsagnakennda band á tónleikum ásamt gestum sem sjá um upphitun. Mætið því tímalega.

Toymachine sem stofnuð var á Akureyri síðla árs
1996 skipa þeir Jens Ólafsson (söngur), Baldvin Z (tommur), Atli Hergeirsson
(bassi) og Kristján Örnólfsson (gítar).

 

Myndbönd Toymachine á YouTube:

https://www.youtube.com/watch?v=uwTu1Ej-tUo

https://www.youtube.com/watch?v=i-EoefUPGls