Tix.is

Um viðburðinn

Leikfélag Hörgdæla setur nú upp leiksýninguna Í fylgd með fullorðnum á Melum í Hörgárdal. Í fylgd með fullorðnum er skrifað af Pétri Guðjónssyni sem jafnframt leikstýrir verkinu. Verkið byggir á lögum og textum Bjartmars Guðlaugssonar og er glænýtt þannig að um alheimsfrumflutning er að ræða. Leikritið fjallar um ævi hennar Birnu sem er komin að ákveðnum kaflaskilum í lífi sínu og rifjar upp líf sitt allt frá bernsku til fullorðinsára.

17 leikarar munu stíga á svið, sumir alvanir en aðrir að stíga sín fyrstu skref en þar fyrir utan er fjöldi manns sem kemur að uppsetningunni.

Leikfélag Hörgdæla var stofnað árið 1997. Saga leiklistar í Hörgárdal er þó mun lengri. Bindindisfélagið Vakandi og leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps höfðu staðið fyrir leiksýningum allt frá 1928.

Leikfélag Hörgdæla og fyrirrennar þess setja reglulega upp leiksýningar á félagsheimilinu Melum í Hörgárdal, lítið en hlýlegt hús sem var byggt árið 1934 og tekur rúmlega 100 manns í sæti og hafa þær sýninar getið sér gott orð þannig að það verður enginn svikinn af heimsókn á Mela.

Melar eru rúma 20 km frá Akureyri og því ekki langt að fara.