Tix.is

Um viðburðinn

Í fyrsta SVEF-hádegi ársins munum við spá í strauma og stefnur í vefmálum og kynna okkur trend ársins 2022. Við fáum sérfræðinga á sviði hönnunar, forritunar og vefmarkaðsmála til að kafa í þessi mál með okkur. Viðburðurinn verður haldinn 3. Febrúar kl.12:00-13:00 og verður hann rafrænn. Þátttakendur fá sendan hlekk þegar að viðburðinum kemur.

Þetta verður frábær byrjun á nýju vefári og þátttakendur munu fá innsýn í nýjustu strauma og stefnur og læra eitt og annað sem þeir geta nýtt í sínum vefstörfum.

Fyrirlestrar:

Trendin í vefhönnun
Alli Metall, hönnunarstjóri og stofnandi hönnunarstofunnar Metall

Trendin í vefforritun
Arnór Heiðar Sigurðsson, forritunarstjóri hjá Júní

Trendin í vefmarkaðsmálum
Ólafur Jónsson, markaðsgúru og ráðgjafi hjá Birtingahúsinu

Innifalið í verði er:

  • Aðgangur að viðburðinum
  • Fyrirlestrar frá sérfræðingum
  • Tækifæri til að hitta og tengjast fólki úr bransanum

Ef þú vilt ganga í félagið skráðu þig á www.svef.is/skraning. Félagsmenn fá sérkjör á viðburði og fá frítt inn á Íslensku vefverðlaunin. Mörg fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.