Tix.is

Um viðburðinn

VÍDDIR er verk fyrir níu flautur, rafbassa, kontrabassa og þrjá slagverksleikara. Hljóðheimurinn skartar hugmyndum um áferð og víddir þar sem mismunandi efni renna saman í eitt.

Um flytjandann og tónskáldið

Bára Gísladóttir er tónskáld og kontrabassaleikari búsett í Kaupmannahöfn. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu dönsku tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Tónlist Báru byggir á hugmyndum og vangaveltum um hljóð sem lifandi veru. Verk hennar hafa verið flutt víða um heiminn af sveitum á borð við; Adapter, Athelas, Distractfold, Duo Harpverk, Elektru, Elju, Esbjerg Ensemble, InterContemporain, Loadbang, Marco Fusi, Mimitabu, Njyd, New Babylon, Nordic Affect, Recherche, Riot Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Helsingborgar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Strokkvartettinn Sigga, TAÏGA, TAK, Útvarpshljómsveit Danmerkur, Útvarpshljómsveitina í Frankfurt, Útvarpshljómsveit Póllands og Útvarpskór Danmerkur. Bára hefur gefið út fjórar sólóplötur en nýverið kom einnig út platan Caeli í samstarfi við Skúla Sverrisson. Bára leikur títt eigin tónlist en er einnig kontrabassaleikari í Kammersveitinni Elju.


Myrkir Músíkdagar