Tix.is

Um viðburðinn

Harmóník er hliðarverkefni tónskáldsins Sóleyjar Stefánsdóttur fyrir bardúnstóna úr dragspili. Verkefnið, sem hófst árið 2015, er tilraun tónskáldins með dragtóna harmóníkunnar. Harmónikkan sem situr á henni eins og utanáliggjandi lungu, hljómar ýmist ein og sér eða í samspili við raddir og aðra hljóðgjafa. Verkefnið Harmóník hefur gefið af sér tvær sjö tommur, gefnar út af SMIT records og tíu tommuna Harmóník I & II sem kom út árið 2020 auk þess sem nýjasta breiðskífa Sóleyjar Mother Melancholia sækir innblástur á svipaðar slóðir.

Flytjendur
Sóley Stefánsdóttir, harmónikka
Hekla Magnúsdóttir, þeramín
Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóla

Um tónskáldið
Sóley Stefánsdóttir er tónlistarkona úr Hafnarfirði. Hún stundaði nám við klassískan píanóleik frá unga aldri og rytmískan píanóleik við Tónlistarskóla FÍH. Árið 2007 hóf hún nám í tónsmíðum/nýmiðlum við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2010. Árið 2010 kom einnig út fyrsta smáskífa Sóleyjar Theater Island hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music og í kjölfarið gaf hún út sína fyrstu breiðskífu We Sink (2011) sem fékk afar góðar viðtökur. Síðan þá hefur hún gefið út tvær breiðskífur Ask the Deep (2015) og Endless Summer (2017) og að auki hefur hún gefið út fjórar smáskífur með annars Krómantík (2014) - samansafn stuttra og einkennilegra píanóverka og Harmóník (2020) sem inniheldur tilraunakennd og framúrstefnuleg tónverk fyrir harmónikku og rödd. Sóley hefur unnið að tónlist og hljóðmynd fyrir leikhús, nú síðast fyrir teiknimynda-leiksýninguna Tréð (2020) sem hlaut afar góða dóma, og einnig kvikmyndir, dansverk og stuttmyndir. Fjórða breiðskífa Sóleyjar Mother Melancholia mun leit dagsins ljós 22.Október síðastliðinn og í kjölfarið fór Sóley á 3 vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Platan hefur fengið prýðis viðtökur og dóma og viðtökur á tónleikaferðalaginu voru frábærar. Síðustu tíu ár hefur Sóley ferðast nánast viðstöðulaust um heiminn til að flytja tónlist sína. Sóley hefur hlotið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin, lagahöfundur ársins og plötu ársins fyrir plötu sína We Sink. Einnig hefur hún verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna og hlaut Kraumsverðlaunin 2012. Hún fékk Grímu tilnefningu fyrir tónlist sína í brúðuleikhúsinu Nýjustu Fréttir og hlotnaðist nýverið sá heiður að fá hvatningarverðlaun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns.