Tix.is

Um viðburðinn

Áhugi kammerhópsins Nordic Affect á ‘tilfinningalegri landafræði’, sem leið til að nema á nýtt og hugsa þvert á vistkerfi markaði útgangspunktinn fyrir samstarfsverkefnið ’Birting’ en afrakstur þess verður fluttur á Myrkum Músíkdögum. Í ’Birtingu’ á hópurinn stefnumót við tónskáldin Lilju Maríu Ásmundsdóttur (IS), Davíð Brynjar Franzson (IS), Ida Lundén (SE) og Juliana Hodkinson (GB). Útkoman er fjölbreytt en meðal þess sem tengist verkunum er borgarhljóðvist, skoðun á tónleikarýminu og tengslum innan þess, auk þróunar birkis á Íslandi. Sérstakir gestaflytjendur á tónleikunum með Nordic Affect eru Lilja María Ásmundsdóttir (ljós- og hljóðskúlptúrinn ’Hulda’), Ida Lundén (rafhljóð) og gervigreind.

Efnisskrá
• Surfacing (frumflutningur) Lilja María Ásmundsdóttir
• Violin fragments (Frumflutningur) Davíð Brynjar Franzson
• Himlen viftade molnen bort (Frumflutningur) - Ida Lundén
• Nothing breaking the losing: necessary places (Frumflutningur) - Juliana Hodkinson