Tix.is

Um viðburðinn

Ath. Uppfærðar dagsetningar eru 3. mars og 10. mars

Um er að ræða tvö kvöld, fimmtudaginn 3. mars og fimmtudaginn 10. mars  kl. 16.30 - 19.30 Verð 14.500 kr. samtals fyrir bæði kvöldin. 


Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1 

Fyrir hverja: Byrjendur í útsaumi (ekki er þörf á að hafa neinn grunn í útsaumi)

Hvað er „frjáls útsaumur“?

Útsaumur þar sem ekki þarf að telja út í java/stramma og án þess að stuðst sé við forskrift – þannig er það frjálsari útsaumur en til að mynda harðangur, klaustur og ýmiss hvítsaumur.

Markmið: Að þátttakendur öðlist grunn í útsaumi sem hægt er að nota til skreytingar á ýmsum textíl og geti saumað út sér til gagns og gleði.

Hvað þarf að koma með?

Gott að mæta með eigin skæri. Útsaumshring og fingurbjörg ef vill (ekki nauðsynlegt).

1. skipti

Þátttakendur sauma lítinn prufuklút með sjö mismunandi útsaumssporum – t.d. leggsaumi og frönskum hnútum – sem nýtast vel þegar sauma á fríhendis.

Innblástur fenginn öðrum þræði úr íslenskri flóru. Farið yfir samspil lita og efnis og eins hvernig ná má fram mismunandi áferð með ýmiss konar útsaumsgarni.

 

2. skipti

Þátttakendur hvattir til að mæta með textíl, t.d. gamla flík, sem hægt væri að skreyta með útsaumi, t.d. á kraga eða framan á ermalíningum.