Tix.is

Um viðburðinn

Við bjóðum í partý í Víkinni og breytum þorrablótinu okkar í Víkingsgleði sem haldin verður föstudaginn 25. mars 2022 eftir að allar samkomutakmarkanir heyra loksins sögunni til.

Í boði verða geggjuð skemmtiatriði, matur, ball, gleði og stuð.


Veislustjórinn verður enginn annar en Þorkell Máni fjölmiðlamaður.  

Úr titlalausum Hafnarfiði mætir Friðrik Dór og tekur nokkur vel valin lög til að rífa upp stemninguna áður en hljómsveitin Stuðlabandið stígur á svið. Þá mun leynigestur stíga á svið með bandinu þegar líður á kvöldið.

Miðaverð er 12.900 krónur, matur og ball. Miðaverð hækkar í 13.900 þann 3. mars þannig tryggðu þér miða í tíma. Viðbúið er að uppselt verði á Víkingsgleðina þar sem uppselt hefur verið á þorrablótið áður og þegar er fjöldi miða seldur. Allur ágóði rennur í barna- og unglingastarf hjá Víkingi.

Þar sem þorrinn verður um garð genginn ætlum við að sleppa þorramatnum og bjóða þess í stað upp á dýrindis steikarhlaðborð frá Múlakaffi með öllu tilheyrandi. Þetta verður algjör veisla.