Tix.is

Um viðburðinn

Á aðventunni bjóðum við upp á skemmtilega jólastemmningu í upphituðu risa útitjaldinu okkar sem staðsett er aftan við Bæjarbíó. Tjaldið verður fagurlega skreytt í anda jólanna í samvinnu við blómabúðina Burkna. í tjaldinu og verður hægt að kaupa hina margrómuðu Humarsúpu og brauð frá Tilverunni og jólamjöð með.  

Tilvalið fyrir parið, fyrirtæki, vinahópa, saumaklúbba, starfsmannafélög o.þ.h að koma saman og njóta samveru í jólahjarta Hafnarfjarðar. Tjaldið verður opið alla aðventuna og er opið bæði í hádeginu og á kvöldin frá 9. Desember til 30. Desember. Notarleg jólatónlist í tjaldinu og óvænt atriði.

Það verður sannkölluð jólastemming í upphitaða útitjaldinu okkar í jólamánuðinum.

Hægt er að panta fyrir eftirfarandi fjölda,

  • Fyrir 1

  • 2 manna borð

  • 4 manna borð

  • 6 manna borð

  • 8 manna borð


Bjóðum upp á hópatilboð og miðast það við 20 manns eða fleiri. Vinsamlega sendið póst á palli@bbio.is  til að panta fyrir stærri hópa

Verð pr mann er 2.990 kr fyrir súpu, brauð og 1 ískaldan jólamjöð.

Komið og upplifið jólaandann í hjarta Hafnarfjarðar. Jólaþorpið er opið allar helgar. Þar er alltaf ed um að vera og sölubásar opnir. Hellisgerði er þvílíkt jólaævintýri og er leitun að annarri eins upplifun í aðdraganda jólanna. 11. Desember opnar svo Hjartasvellið, skautasvell fyrir alla fjölskylduna og verður það staðsett fyrir aftan Bæjarbíó og framan við útitjald Jólahjarta Hafnarfjarðar. Þar verður hægt að fá heitt kakó og vöfflur, safa og góðgæti fyrir yngri kynslóðina

Hlökkum til að sjá ykkur í jólahjarta Hafnarfjarðar 2021