Tix.is

Um viðburðinn

Söngsveitin Fílharmónía heldur árlega jólatónleika sína þann 27. desember kl. 20, í Langholtskirkju. Það verða að sjálfsögðu dýrðlegir tónar og dásamleg hátíðarstemning allsráðandi en sérstakir gestir að þessu sinni eru einsöngvarinn Jóna G. Kolbrúnardóttir og hörpuleikarinn Elísabet Waage.

Á dagskránni eru fjölbreytt verk úr ýmsum áttum, þar á meðal Jólaköttur Ingibjargar Þorbergs, Ég höfði lýt eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Jólasveinninn minn í útsetningu Magnúsar Ragnarssonar, stjórnanda kórsins. Ókeypis aðgangur fyrir 14 ára og yngri.

Sóttvarnarráðstöfunum verður gerð skil þegar nær dregur.